Fyrirliði Úlfanna tilkynntur hjá Hömrunum

Max Kilman í leik með Úlfunum.
Max Kilman í leik með Úlfunum. AFP/GEoff Caddick

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham tilkynnti í dag Maximilian Kilman sem kemur til liðsins frá Wolves en hann var fyrirliði liðsins.

West Ham borgaði 40 millj­ón­ir punda eða 7 millj­arða ís­lenskra króna fyrir 27 ára gamla miðvörðinn sem skrifaði undir sjö ára samning við félagið.

Kilman var lykilleikmaður í liði Úlfanna og var hjá þeim í sex ár. Hann er þriðji leikmaðurinn til þess að skrifa undir hjá liðinu síðan að Julen Lopetegui tók við West Ham í maí en þeir Luis Guilherme og Wes Foderingham voru á undan honum.

Kilman hefur unnið með Lopetegui áður en hann var knattspyrnustjóri Wolves frá nóvember 2022 til ágúst 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert