Jóhann fyrsti leikmaðurinn sem nýi stjórinn fær

Scott Parker.
Scott Parker. AFP/Patricia De Melo

Englendingurinn Scott Parker skrifaði undir sem nýr knattspyrnustjóri Burnley í gær.

Parker er 43 ára gamall og gerði samning til 20. júní 2027 en hann stýrði síðast Club Brugge í Belgíu en hefur verið án félags frá mars 2023.

Hann hefur áður skýrt liðum í ensku úrvalsdeildinni en Burnley féll úr henni á síðasta tímabili. Parker þjálfaði Fulham og Bournemouth á Englandi áður en hann fór til Belgíu.

Hann spilaði sjálfur 15 tímabil í ensku úrvalsdeildinni og spilaði 18 landsleiki fyrir England.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tilkynnti í dag að hann ætlaði að taka slaginn aftur með Burnley á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert