Ætlar beint upp í úrvalsdeild

Scott Parker.
Scott Parker. Ljósmynd/Burnley

Scott Parker, nýr knattspyrnustjóri Burnley sem féll niður í B-deild á Englandi, vill fara beint aftur upp í úrvalsdeildina.

„Þú þarft alltaf að sanna þig. Ég hef komist upp um deild með tveimur mismunandi liðum en þetta er ný áskorun. Við þurfum allir að sanna okkur en þetta er lið sem féll á síðasta tímabili en stóð sig vel tímabilið 2022/23 þegar það vann B-deild. 

Það er markmiðið að fara upp. Við erum með gott lið, það er mikil vinna fram undan en við ætlum að vera í toppbaráttunni,“ sagði Parker á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri Burnley.

Jóhann Berg Guðmundsson gekk til liðs við Burnley á ný á laugardaginn en hann hafði áður kvatt félagið í vor, að loknu sínu áttunda tímabili með félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert