Kvennaliðið fær að spila á aðalvellinum

The City Ground, heimavöllur Nottingham Forest.
The City Ground, heimavöllur Nottingham Forest. AFP/Darren Staples

Kvennalið Nottingham Forest, sem leikur í C-deild kvenna á Englandi, mun spila alla heimaleiki sína á næsta tímabili á The City Ground, aðalvelli liðsins.

Félagið ætlar að fjárfesta í kvennaknattspyrnu með því að setja fjármagn í æfingasvæði, aðstöðu og umhverfi kvennaliðsins. Félagið vill fá kvennaliðið í úrvalsdeildina.

Liðið verður að atvinnumannaliði tímabilið 2025/26 en á næsta tímabili verður liðið með 18 atvinnumenn en nokkra sem eru ekki á slíkum samning.

Auk þess mun félagið bæta yngriflokkastarfið.

„Markmiðið er að gefa öllum stelpum með metnað til þess að ná langt með Nottingham Forest sömu tækifæri og strákarnir hafa fengið lengi,“ stóð í tilkynningu liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert