Van Dijk óviss um framtíðina

Virgil van Dijk var dapur í bragði þegar hann tók …
Virgil van Dijk var dapur í bragði þegar hann tók í hönd Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, eftir leikinn í gærkvöld. AFP/Adrian Dennis

Virgil van Dijk, fyrirliði hollenska landsliðsins í knattspyrnu og enska liðsins Liverpool, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Van Dijk og félagar í liði Hollands féllu út gegn Englendingum á Evrópumótinu í Þýskalandi í gærkvöld og varnarmaðurinn öflugi á nú aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool.

„Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvernig mín mál verða eins og er. Ég mun hugsa málið vel næstu vikurnar, hvað ég vil gera í sambandi við félagslið og landsliðið. Síðan fer allt af stað en ég ætla að byrja á að jafna mig á þessu,“ sagði vonsvikinn van Dijk við hollenska fréttamenn eftir ósigurinn í Dortmund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert