Ný treyja Chelsea umdeild

Ný treyja liðsins.
Ný treyja liðsins. AFP/Chelsea

Enska knattspyrnufélagið Chelsea gaf út nýja treyju fyrir næsta tímabil sem er umdeild af stuðningsmönnum liðsins.

Eldur er innblásturinn af bláu treyju Chelsea. „Mynstrið sem líkist fljótandi gulli og silfri er blanda af sögu okkar og þeirri brennandi æskumenningu sem er í borginni,“ stóð við mynd af nýju treyjunni á samfélagsmiðlum Chelsea.

Treyjan er ekki með styrktaraðila framan á og stuttbuxurnar eru með sama mynstur og treyjan.

Ljósynd/Chelsea

Margar athugasemdir við myndirnar á samfélagsmiðlum hafa verið neikvæðar hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert