Gareth Southgate segir starfi sínu lausu

Gareth Southgate gengur fram hjá Evrópubikarnum með silfurmedalíuna.
Gareth Southgate gengur fram hjá Evrópubikarnum með silfurmedalíuna. AFP/Adrian Dennis

Gareth Southgate hefur sagt starfi sínu sem þjálfari karlalandsliðs Englands í knattspyrnu lausu. 

Enska knattspyrnusambandið greinir frá. 

England tapaði úrslitaleik Evrópumótsins fyrir Spáni, 2:1, í Berlín í fyrradag.

Var það annað mótið í röð sem enska liðið kemst í úrslitaleikinn en tekst ekki að vinna en árið 2021 tapaði það fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni.

Southgate tók við enska liðinu af Sam Allardyce árið 2016. Fyrir það var hann þjálfari U21 árs karlalandsliðsins.

Southgate kom Englandi í undanúrslit HM í fyrsta sinn í 28 ár árið 2018. Hann stýrði liðinu í alls 102 leikjum. 

Árið 2021 komst liðið í fyrsta sinn í úrslitaleik stórmóts í 55 ár en Southgate náði ekki að koma Englandi alla leið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka