Samþykkja 52 milljóna tilboð United

Leny Yoro, annar frá hægri, í leik með Lille gegn …
Leny Yoro, annar frá hægri, í leik með Lille gegn Aston Villa í átta liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í vor. AFP/Sameer Al-Doumy

Franska knattspyrnufélagið Lille, sem Hákon Arnar Haraldsson leikur með, hefur samþykkt tilboð enska félagsins Manchester United í varnarmanninn efnilega Leny Yoro.

Þetta segir The Guardian en tilboð United hljóðaði upp á 52 milljónir punda, og sagt er að leikmaðurinn sjálfur eigi eftir að samþykkja að fara til Englands en Real Madrid hefur líka sýnt honum mikinn áhuga.

Talið er að Real Madrid sé ekki tilbúið til að greina þessa upphæð fyrir Yoro og vilji frekar bíða í eitt ár eftir því að hann verði samningslaus. Lille vilji því frekar fá góða greiðslu fyrir hann og selja hann til Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert