Viðbrögð Englendinga við ákvörðun Southgates

Gareth Southgate er ei lengur þjálfari enska karlalandsliðsins.
Gareth Southgate er ei lengur þjálfari enska karlalandsliðsins. AFP/Kirill Kudryavtsev

Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem þjálfari karlalandsliðs Englands í knattspyrnu fyrr í dag. 

Southgate stýrði enska landsliðinu í átta ár og komst tvisvar í röð í úrslitaleik Evrópumótsins en tapaði báðum. 

Englendingar hafa verið að bregðast við tíðindunum í dag. 

Prinsinn skilar kveðju

„Gareth, ég þakka þér fyrir þín störf, ekki sem forseti knattspyrnusambandsins heldur sem aðdáandi Englands,“ sagði Vilhjálmur prins, sem er einnig forseti enska knattspyrnusambandsins, á X-síðu sinni, áður Twitter. 

Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, skilaði hlýrri kveðju til Southgates þar sem hann tók fram að hann yrði ævinlega þakklátur honum. 

Kvennalandslið Englands skilar einnig kveðju á Southgate og þakkar honum fyrir sín störf. Enska úrvalsdeildin gerði slíkt hið sama. 

Þá hafa leikmenn eins og Jude Bellingham og Jordan Pickford skilað kveðju til Southgates og þakkað honum fyrir á sínum samfélagsmiðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert