Chelsea fær einn besta varnarmann í heimi

Lucy Bronze í leik gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu á …
Lucy Bronze í leik gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. AFP/Adrian Dennis

Knattspyrnukonan Lucy Bronze er gengin til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea frá Brcelona.

Bronze er öflugur hægri bakvörður, talin einn besti varnarmaður í heimi, og lykilleikmaður í enska landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM í gær. Hún er 32 ára gömul og hefur spilað 125 leiki með landsliðinu. Í Chelsea hittir hún Millie Bright en þær hafa lengi verið liðsfélagar í landsliðinu og Bright spilar við hliðina á Bronze í vörninni.

Hún kom til Barcelona árið 2022 en áður spilaði hún á Englandi með Manchester City, Liverpool, Everton og Sunderland. Hún tók einnig nokkur tímabil með stórliðinu Lyon í Frakklandi.

Hún hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum, hún er þrefaldur Eglandsmeistari og varð Evróðumeistari 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert