Leikmaður United til Lundúna?

Aaron Wan-Bissaka gæti yfirgefið United í sumar.
Aaron Wan-Bissaka gæti yfirgefið United í sumar. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur mikinn áhuga á að fá varnarmanninn Aaron Wan-Bissaka til sín frá Manchester United.

The Telegraph geinir frá að West Ham vilji styrkja vörnina sína fyrir komandi tímabil og að félagið sé einnig á höttunum á eftir Jean-Clair Todibo frá Nice.

Wan-Bissaka á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við United og má hann því yfirgefa félagið frítt eftir tímabilið.

West Ham gæti þurft að greiða um 15 milljónir punda fyrir Wan-Bissaka, en United keypti hann af Crystal Palace á um 50 milljónir punda á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert