Ipswich Town, sem verður nýliði á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, hefur fest kaup á markverðinum Arijanet Muric frá Burnley.
Muric lék tíu leiki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er liðið var nýliði, og varði mark liðsins er það vann B-deildina tímabilið á undan.
Ipswich greiðir um tíu milljónir punda fyrir markvörðinn frá Kósóvó.