Borga manninum sem þeir ráku fyrir ári enn 36 milljónir á viku

Graham Potter var rekinn fyrir meira en ári.
Graham Potter var rekinn fyrir meira en ári. AFP/Ina Fassbender

Enska knattspyrnufélagið Chelsea er enn að borga Graham Potter 36 milljónir íslenskra króna á viku þrátt fyrir að hafa rekið hann fyrir meira en ári síðan. 

Potter tók við karlaliði Chelsea af Thomas Tuchel 8. september árið 2022 en gengi liðsins var slakt undir stjórn hans og var hann síðar rekinn 2. apríl á síðasta ári. 

Potter hefur ekki tekið við öðru liði síðan og er hann enn á launaskrá hjá Chelsea. Félagið eyðir 200 þúsund pundum í fyrrverandi stjórann á hverri viku og mun gera það þar til í október. 

Chelsea á því eftir að borga Potter yfir 500 milljónir íslenskra króna áður en hann hættir á launaskrá hjá félaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert