Frakkinn ungi orðinn leikmaður United

Leny Yoro með knattspyrnustjóranum Erik ten Hag.
Leny Yoro með knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ljósmynd/Manchester United

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gengið frá kaupum á franska varnarmanninum Leny Yoro. Félagið greiðir tæplega 60 milljónir punda fyrir Yoro, sem er 18 ára gamall.

Real Madrid hafði einnig áhuga á Yoro, en forráðamenn United settu það í forgang hjá sér að sannfæra leikmanninn um að koma til Manchester.

Yoro skrifaði undir fimm ára samning við Manchester-félagið með möguleika á eins árs framlengingu.

Yoro er einn mest spenn­andi varn­ar­maður heims en hann var í lyk­il­hlut­verki hjá Lille aðeins 18 ára gam­all á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert