Fyrrverandi leikmaður United með svakalegt glóðarauga

Andrei Kanchelskis birti mynd á samfélagsmiðlum sínum af glóðarauganu.
Andrei Kanchelskis birti mynd á samfélagsmiðlum sínum af glóðarauganu. Ljósmynd/Andrei Kanchelskis

Rússinn Andrei Kanchelskis, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var laminn á bar í Moskvu á meðan hann horfði á úrslitaleik Spánar og Englands í Evrópumótinu í knattspyrnu karla fyrr í þessum mánuði.

Kanchelskis sá Spánverja vinna Englendinga en eftir leik lenti hann í rifrildi við annan gest sem endaði með slagsmálum. Kanchelskis kom illa út úr slagsmálunum og er með veglegt glóðarauga.

Í viðtali við rússneska miðilinn SE sagðist Kanchelskis hafa það fínt. Hann hafi lent í orðaskiptum við manninn en að það hafi verið ótengt leiknum. 

Á sínum tíma sem leikmaður lék Kanchelskis með Manchester United í fjögur ár, frá 1991 til 1995 og varð Englandsmeistari tvisvar sinnum. Þá lék hann einnig með Everton, Manchester City, Southampton og Rangers á Bretlandseyjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert