Heimir segir Liverpool-manninum að fara

Heimir Haggrímsson með írsku landsliðstreyuna.
Heimir Haggrímsson með írsku landsliðstreyuna. Ljósmynd/Ireland Football

Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Írlands í knattspyrnu, vill að írski markmaðurinn Caoimhin Kelleher yfirgefi Liverpool.

Kelleher er á eftir Alisson Becker í goggunarröðinni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu en hann er talinn einn besti markmaður í heimi. Alisson var mikið frá vegna meiðsla á síðasta tímabili og þá fékk Kelleher tækifæri og spilaði 10 leiki í deildinni og átta í Evrópudeildinni.

„Auðvitað þarf hann að fara, sérstaklega því hann sýndi öllum á síðasta tímabili að hann getur spilað í bestu deildunum.

Það væri synd ef hann væri ekki að spila reglulega þegar hann er búin að sýna öllum hvað hann er góður,“ sagði Heimir um Kelleher.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert