Bandaríski fjárfestingahópurinn Friedkin Group hefur hætt við að kaupa enska knattspyrnufélagið Everton.
Í síðasta mánuði var greint frá því að hópurinn væri að kaupa meirihluta félagsins.
Hins vegar tilkynnti hópurinn í dag að hann væri hættur við kaupin á félaginu. Stjórnarformaðurinn Dan Friedkin er eigandi ítalska félagsins Roma.