Óvænt tap Liverpool í fyrsta leik Slot

Mo Salah bar fyrirliðabandið hjá Liverpool.
Mo Salah bar fyrirliðabandið hjá Liverpool. AFP/Adrian Dennis

Liverpool tapaði óvænt fyrir Preston úr B-deildinni í æfingaleik í fótbolta á æfingasvæði Liverpool-liðsins í dag. Leikurinn var lokaður stuðningsmönnum. 

Leikurinn var sá fyrsti hjá Liverpool undir stjórn Hollendingsins Arne Slot sem tók við af Jürgen Klopp eftir síðasta tímabil.

Robbie Brady skoraði sigurmarkið með skoti af 35 metra færi en Vitezslav Jaros, 22 ára markvörður Liverpool, var framarlega í markinu og Brady refsaði.

Mo Salah, Dominik Szoboszlai, Harvey Elliott, Curtis Jones, Jarell Quansah, Kostas Tsimikas og Conor Bradley voru allir í byrjunarliði Liverpool og Salah bar fyrirliðabandið.

Stefán Teitur Þórðarson lék með Preston, en hann kom til félagsins frá Silkeborg í Danmörku á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert