Snýr Kanté aftur í ensku úrvalsdeildina?

N'Golo Kanté gæti snúið aftur í ensku deildina.
N'Golo Kanté gæti snúið aftur í ensku deildina. AFP/Kenzo Tribouillard

Franski knattspyrnumaðurinn N'Golo Kanté gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeild karla. 

Enskir miðlar segja West Ham hafa áhuga á miðjumanninum, sem var lykilmaður í liði Frakka sem komst í undanúrslitin á Evrópumótinu í sumar. 

Líklegt er að West Ham þurfi að borga 20 milljónir punda fyrir Kanté en hann er 33 ára gamall. Þá gæti launakostnaður komið í veg fyrir félagaskiptin. 

Kanté gekk til liðs við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu fyrir síðasta tímabil frá Chelsea. 

Hjá Chelsea vann hann allt sem hægt er að vinna og var valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili sínu árið 2017. 

Þá var hann áður hjá Leicester og vann deildina 2016 með liðinu. Kanté varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert