Willum kominn til Englands

Willum Þór Willumsson er orðinn leikmaður Birmingham City.
Willum Þór Willumsson er orðinn leikmaður Birmingham City. Ljósmynd/Birmingham City

Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson er orðinn leikmaður enska knattspyrnufélagsins Birmingham City en hann gerði fjögurra ára samning við félagið í dag. 

Birmingham greiðir Go Ahead Eagles fjórar milljónir evra fyrir Willum. Birmingham féll úr B-deildinni á síðustu leiktíð og ætlar sér upp úr C-deildinni á komandi tímabili.

Willum, sem er uppalinn hjá Breiðabliki, hefur leikið með GA Eagles frá árinu 2022 og skorað 15 mörk í 58 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni. Þar á undan lék hann með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi.

Willum hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Ísland, átta af þeim á síðustu tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert