Fiskifýluna lagði yfir völlinn

Dennis Mortimer ásamt bræðrum sínum, sem allir eru Púlarar, og …
Dennis Mortimer ásamt bræðrum sínum, sem allir eru Púlarar, og föður þegar Evrópubikarinn kom heim.

„Við vorum býsna heppnir að fá fyrst íslenska liðið Val, segir Dennis Mortimer, fyrirliði Aston Villa, öllum þessum árum síðar þegar hann rifjar upp vegferð liðsins að sjálfum Evrópubikarnum veturinn 1981-82 í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

„Það gaf okkur tækifæri til að keyra þetta Evrópuævintýri strax í gang. Við hefðum nefnilega auðveldlega getað dregist á móti Liverpool, Juventus eða Bayern München, eins og reglurnar voru þá. Fyrri leikurinn var á heimavelli og við unnum auðveldan sigur, 5:0. Ég minnist þess að hafa lesið ummæli eftir formann Vals eftir leikinn: „Jæja, þeir unnu okkur svo sem en bíðið bara þangað til við tökum á móti þeim heima.

Ég átta mig ekki á því hvort hann var að tala um þær erfiðu aðstæður sem biðu okkar eða hvort þeir ætluðu sér í raun og sann að leggja okkur að velli. Það getur varla hafa verið það síðarnefnda. Annars var þessi leikur ekkert spaug, það get ég sagt þér, vegna þess að við vorum að frjósa í hel. Völlurinn var grjótharður og fiskibýli fyrir aftan hann og fiskifýluna lagði yfir völlinn. Það eina sem komst að hjá okkur var að klára þessar 90 mínútur og koma okkur heim, segir Mortimer en Villa vann leikinn 2:0.

Mortimer horfir stoltur um öxl yfir ferilinn.
Mortimer horfir stoltur um öxl yfir ferilinn. Ljósmynd/Aston Villa


„Ég nældi mér samt í góða minjagripi í ferðinni. Það sem menn klæðast þarna eru stórar lopapeysur og ég festi kaup á tveimur handa sonum mínum.

Hélt með Liverpool 

Mortimer fer yfir vegferðina alla leið í úrslitaleikinn gegn Bayern München, auk þess að ræða um fleiri vörður á ferlinum.  

Mortimer ólst upp í smábænum Kirkby á Merseyside, studdi Liverpool í æsku og var fastagestur á pöllunum á Anfield. Þá lék hann með mönnum sem síðar gerðu knattspyrnu að atvinnu sinni hjá Kirkby Boys.

„Terry McDermott og Kenny Swain voru með mér í liði og Phil Thompson var í næsta liði fyrir neðan. Síðar urðum við allir Evrópumeistarar og við Phil sem fyrirliðar en þess má geta að við gengum í sama skóla [Brookfield]. Ætli margir litlir bæir eins og Kirkby geti státað af öðru eins? Það væri góð spurning í pöbbkviss.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert