Brighton hefur hafnað tilboði Napolí í skoska knattspyrnumanninn Billy Gilmour.
Gilmour, sem er 23 ára gamall, er miðjumaður sem kom til Brighton frá Chelsea í september árið 2022 fyrir sjö milljónir punda.
Napolí er sagt hafa boðið átta milljónir í leikmanninn en Brighton var fljótt að hafna því.
Gilmour var í storu hlutverki hjá liðinu á síðustu leiktíð og mun Napolí þurfa að hækka tilboðið til að fá hann.