Hin hálfíslenska María Þórisdóttir, leikmaður Brighton & Hove í hinni ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, er komin með nýjan knattspyrnustjóra.
Dario Vidosic er 37 ára gamall og er frá Ástralíu en hann tekur við liðinu af Mikey Harris sem stýrði liðinu frá því í febrúar, þegar Melissa Phillips var látin fara.
Vidosic hefur þjálfað Melbourne í heimalandinu frá 2023 og er fyrrverandi landsliðsmaður en hann spilaði 23 leiki fyrir ástralska landsliðið.
Brighton lenti í níunda sæti í deildinni í fyrra með 19 stig eftir 22 leiki.