Frá Manchester til Ítalíu

Raphael Varane.
Raphael Varane. AFP/Paul Ellis

Franski knattspyrnumaðurinn, Raphael Varane, er að fara í ítölsku A-deildina en samningur hans við Manchester United rann út í sumar.

Hann gerir tveggja ára samning við franska félagið Como samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano.

Como mun á næsta tímabili spila í A-deild í fyrsta sinn í 21 ár og hefur verið að safna að sér leikmönnum og einnig fengið nýjan knattspyrnustjóra  en Cesc Fabregas, sem spilaði með Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og Barcelona í spænsku á hans tíma, tók yfir sem nýr stjóri á dögunum.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert