Fyrrverandi leikmaður Liverpool á Íslandi

Nathaniel Clyne í leik með Liverpool.
Nathaniel Clyne í leik með Liverpool. AFP

Fyrrverandi leikmaður Liverpool, Nathaniel Clyne, sem spilar nú með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á Íslandi.

Hann skemmti sér niðri í bæ á Skugga, Hax og Auto á föstudags og laugardagskvöld en hefur ekki sett neitt um það á samfélagsmiðla að hann sé á landinu.

Clyne er uppalinn í Palace og hefur spilað 219 leiki með liðinu og á 103 leiki með Liverpool en auk þess hefur hann spilað með Southampton og Bournemouth. Hann hefur spilað 255 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 14 með enska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert