U18 ára karlalið enska knattspyrnufélagsins Liverpool gekk tvisvar af velli vegna rasisma gagnvart leikmanni liðsins á unglingamóti í Þýskalandi í dag.
Á föstudaginn tók Liverpool á móti Hoffenheim og ákvað þjálfarateymi liðsins að ganga af velli vegna rasisma í garð eins leikmanns síns, segir félagið.
Degi síðar mætti Liverpool Frankfurt og þá á sami leikmaður aftur að hafa orðið fyrir rasisma. Gengu leikmenn Liverpool því aftur af velli.
Timmo Hardung íþróttastjóri Frankfurt segir að um misskiling hafi verið að ræða þar sem þjóðirnar tvær tala mismunandi tungumál.