Arsenal besti kostur Evrópumeistarans

Mikel Merino skoraði sigurmarkið gegn Þýskalandi í átta liða úrslitum …
Mikel Merino skoraði sigurmarkið gegn Þýskalandi í átta liða úrslitum EM. AFP/Tobias Schwarz

Spænski knattspyrnumaðurinn Mikel Merino gæti verið á leiðinni frá Real Sociedad í heimalandinu og til Arsenal. 

Merino varð á dögunum Evrópumeistari með Spánverjum en hann er 28 ára gamall miðjumaður. 

Hann skoraði sigurmark Spánverja gegn Þjóðverjum í framlengingu í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. 

Merino hefur verið eftirsóttur í nokkur ár en nú greina spænskir miðlar frá því að Arsenal sé í bestu stöðunni til að kaupa miðjumanninn. 

Þá telur hann einnig Arsenal vera besta kostinn fyrir sig. Enska félagið á þó enn eftir að bjóða í leikmanninn en búast má við því á næstu dögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert