Bandarískur landsliðsmaður til Chelsea

Caleb Wiley skrifar undir hjá Chelsea.
Caleb Wiley skrifar undir hjá Chelsea. Ljósmynd/Chelsea

Enska knattspyrnufélagið Chelsea tilkynnti í dag um kaup á bandaríska landsliðsmanninum Caleb Wiley.

Hann kemur til Lundúnaliðsins frá Atlanta United í MLS-deildinni fyrir 8,5 milljónir punda og samdi við félagið til ársins 2030.

Wiley er aðeins 19 ára gamall og leikur sem varnarmaður en hefur þegar spilað 84 mótsleiki fyrir Atlanta og tvo A-landsleiki fyrir Bandaríkin.

Fjölmiðlar sögðu fyrr í þessum mánuði að fyrirhugað væri að lána Wiley til Strasbourg í Frakklandi en ekkert var getið um það í tilkynningu Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert