Einn sá dýrasti á leið til Englands?

Joao Felix fagnar marki fyrir Barcelona.
Joao Felix fagnar marki fyrir Barcelona. AFP/Jorge Guerrero

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur hug á að kaupa portúgalska landsliðsmanninn Joao Felix af Atlético Madrid samkvæmt frétt The Guardian í dag.

Villa er í þann veginn að selja Moussa Diaby til Al-Ittihad fyrir 50 milljónir punda og hyggst, samkvæmt The Guardian, nota fjármunina til að krækja í Felix en Atlético borgaði Benfica 126 milljónir evra fyrir hann árið 2019.

Hann þótti þá einhver efnilegasti knattspyrnumaður heims en náði sér ekki á strik með Atlético og var lánaður þaðan til Chelsea, og síðan til Barcelona. Hann er samningsbundinn Atlético til ársins 2027.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert