Ákærður vegna ummæla um fjölmiðlakonu

Joey Barton.
Joey Barton. Ljósmynd/fleetwoodtownfc.com

Joey Barton, fyrrverandi leikmaður ensku knattspyrnuliðanna Newcastle og Manchester City, hefur verið ákærður vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlum í garð Eni Aluko, fjölmiðlakonu og fyrrverandi landsliðskonu Englands í knattspyrnu.

Barton gagnrýndi Aluko fyrir ummæli sín um leik í ensku bikarkeppninni í útsendingu BBC í janúar á þessu ár, og þótti frekar orðljótur en hann er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. 

Barton, sem er 41 árs gamall, á að mæta fyrir rétt á þriðjudaginn í næstu viku. Hann er afar vinsæll á samfélagsmiðlinum X þar sem hann er með um 2,8 milljón fylgjendur en hann hefur verið án starfs í fótboltanum síðan í október á síðasta ári. Þá var honum sagt upp sem knattspyrnustjóra Bristol Rovers eftir þriggja ára starf.

Barton sagði sjálfur frá ákærunni á X og sagði þar að breska kerfið væri að verða að bananalýðveldi. Neðar má sjá Barton vitna í Bob Dylan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert