Joey Barton, fyrrverandi leikmaður ensku knattspyrnuliðanna Newcastle og Manchester City, hefur verið ákærður vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlum í garð Eni Aluko, fjölmiðlakonu og fyrrverandi landsliðskonu Englands í knattspyrnu.
Barton gagnrýndi Aluko fyrir ummæli sín um leik í ensku bikarkeppninni í útsendingu BBC í janúar á þessu ár, og þótti frekar orðljótur en hann er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum um menn og málefni.
Barton, sem er 41 árs gamall, á að mæta fyrir rétt á þriðjudaginn í næstu viku. Hann er afar vinsæll á samfélagsmiðlinum X þar sem hann er með um 2,8 milljón fylgjendur en hann hefur verið án starfs í fótboltanum síðan í október á síðasta ári. Þá var honum sagt upp sem knattspyrnustjóra Bristol Rovers eftir þriggja ára starf.
Barton sagði sjálfur frá ákærunni á X og sagði þar að breska kerfið væri að verða að bananalýðveldi. Neðar má sjá Barton vitna í Bob Dylan.
I’m up next month @OliLondonTV for ‘malicious communications’ charge at Warrington Mag for Eni Aluko tweets.
— Father Joseph Barton 🦁 (@Joey7Barton) July 21, 2024
Crazy times we’re living in. Haven’t the Police got enough on their hands?
British system is becoming a Banana Republic.
Lawfare used against its own citizens for… https://t.co/AFBJAsgBcZ
Cheers Lisa. We live in a world now, where you can’t tell people the truth.
— Father Joseph Barton 🦁 (@Joey7Barton) July 22, 2024
It hasn’t always been that way. It won’t always be this way.
As Dylan said, Times they are a changin’.
Enjoy the book. After the last 10 years, I’m due to write another one. 👌 https://t.co/jPE7FY0pFj