Kveður England og farinn til Ítalíu

Che Adams fagnar marki fyrir Southampton.
Che Adams fagnar marki fyrir Southampton. AFP

Skoski knattspyrnumaðurinn Che Adams, sem hefur leikið í efstu deildum Englands undanfarin tíu ár, er kominn til Torino á Ítalíu.

Samningur hans við Southampton rann út í sumar og hann fer til ítalska félagsins án greiðslu en hann er kominn þangað í læknisskoðun.

Adams er 28 ára sóknarmaður sem lék með Sheffield United og Birmingham en síðan með Southampton samfleytt frá 2019 þar sem hann skoraði 41 mark í 164 deildaleikjum og hjálpaði liðinu upp í úrvalsdeildina á ný síðasta  vetur. Adams hefur skorað 6 mörk í 33 landsleikjum fyrir Skotland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert