Segir Skotann mikilvægan fyrir United

Scott McTominay fagnar marki fyrir Manchester United.
Scott McTominay fagnar marki fyrir Manchester United. AFP/Ian Kington

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að skoski miðjumaðurinn Scott McTominay sé liðinu afar mikilvægur og það standi ekki til að láta hann fara frá félaginu.

McTominay hefur að undanförnu verið orðaður við Galatasaray, Tottenham og Fulham en West Ham reyndi árangurslaust að fá hann í sínar raðir fyrir ári síðan.

Hann var 27 sinnum í byrjunarliði United á síðasta tímabili og skoraði 10 mörk, ásamt því að skora sjö mörk fyrir Skota í undankeppni EM.

„Þegar þú skorar tíu mörk á tímabili og spilar auk þess mjög vel fyrir Skotlands hönd, eru eðilega einhverjir sem hafa áhuga. En við viljum halda honum því hann er afar mikilvægur í okkar leikmannahópi. Það sást vel síðasta vetur að þegar hann spilaði framar á miðjunni skilaði hann því mjög vel og hann er mjög áhugaverður leikmaður fyrir okkur," sagði ten Hag, samkvæmt Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert