Danski knattspyrnumaðurinn Jesper Lindström er á leiðinni til Everton á láni frá ítalska félaginu Napolí.
SkySports greinir frá en Lindström er 24 ára gamall miðjumaður sem gerði garðinn frægan með Frankfurt áður en hann gekk til liðs við Ítalíumeistara Napolí síðasta sumar.
Lindström átti slakt tímabil með Napolí og var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína.
Samkvæmt SkySports mun Lindström, sem á 16 landsleiki að baki fyrir Danmörku, ferðast til Liverpool-borgar á næstu 24 tímum og gangast undir læknisskoðun hjá Everton.