Enska deildin fer í mál við FIFA

Leikmenn Manchester City fagna enska meistaratitlinum.
Leikmenn Manchester City fagna enska meistaratitlinum. AFP/Darren Staples

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu ætlar að fara í mál við Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bandið, FIFA, því leikmenn eru undir of miklu leikjaálagi.

Enska deildin og fleiri stórar deildir í Evrópu eru að fara í mál við FIFA til þess að vernda leikmenn. FIFA setti á fót 32-liða heimsmeistaramót félagsliða og svo er sífellt verið að bæta við landsleikjum svo leikmenn fá lítinn tíma til þess að hvíla sig. HM árið 2026 mun til dæmis stækka frá 32 liða móti í 48 liða.

FIFA hefur ekki ennþá samþykkt kröfu um 28 daga frí fyrir leikmenn sem eru undir miklu álagi nánast allan ársins hring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert