Annar sem Villa selur fyrir 50 milljónir punda

Moussa Diaby í leik með Aston Villa.
Moussa Diaby í leik með Aston Villa. AFP/Adrian Dennis

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur tryggt sér góðan skilding í vasann eftir að hafa gengið frá sölu á miðjumanninum Moussa Diaby til Al Ittihad í Sádi-Arabíu fyrir 50 milljónir punda.

Hann er annar leikmaðurinn sem Villa selur fyrir þessa upphæð í sumar en Douglas Luiz fór til Juventus fyrir 50 milljónir punda.

Diaby er 25 ára gamall Frakki sem á 11 landsleiki að baki. Hann lék aðeins eitt tímabil með Villa en spilaði alla leiki liðsins í úrvalsdeildinni síðasta vetur, 38 talsins, og skoraði 6 mörk.

Villa keypti hann af Leverkusen í Þýskalandi fyrir ári síðan en þá hafði hann hafnað því að fara til Sádi-Arabíu fyrir svipaða upphæð.

Diaby lék með Leverkusen í fjögur ár en hafði áður verið í röðum París SG frá 14 ára aldri til tvítugs.

Unai Emery er búinn að stokka talsvert upp í hópnum hjá sér eftir að Aston Villa tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með því að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðasta vetur. Þetta eru breytingarnar á hópnum í sumar:

Komn­ir:
22.7. Ama­dou On­ana frá Evert­on
19.7. Jaden Phi­logene frá Hull
11.7. Ca­meron Archer frá Sheffield United
  1.7. Ross Barkley frá Lut­on
30.6. Samu­el Il­ing-Juni­or frá Ju­vent­us (Ítal­íu)
30.6. Enzo Barra­nechea frá Ju­vent­us (Ítal­íu) (var í láni hjá Fros­in­o­ne)
30.6. Le­and­er Dendoncker frá Na­poli (Ítal­íu) (úr láni)
28.6. Ian Ma­at­sen frá Chel­sea
23.6. Lew­is Dobb­in frá Evert­on

Farn­ir:
24.7. Moussa Dia­by til Al Itti­had (Sádi-Ar­ab­íu)
19.7. Fil­ip Marschall til Crewe (lán)
15.7. Seb Rev­an til Wrexham
14.7. Cal­um Cham­bers til Car­diff
11.7. Tommi O'Reilly til Shrews­bury (lán)
10.7. Phil­ippe Cout­in­ho til Vasco da Gama (Bras­il­íu) (lán, var í láni hjá Al-Duhail)
30.6. Douglas Luiz til Ju­vent­us (Ítal­íu)
22.6. Tim Iroeg­bunam til Evert­on
15.5. Morg­an San­son til Nice (Frakklandi) (var í láni hjá Nice)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert