Ásaka úrvalsdeildina um hræsni

Enska úrvalsdeildin er ein af deildunum sem ætlar í hart …
Enska úrvalsdeildin er ein af deildunum sem ætlar í hart við FIFA AFP/Peter Zay

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur svarað útspili deildar- og leikmannasamtaka Evrópu fullum hálsi. Deildarsamtök Evrópu hafa kært FIFA til Evrópuráðs fyrir misbeitingu valds og skorts á samráði við skipulag móta á vegum alþjóðasambandsins.

Talsmaður FIFA vísar ásökunum deildarsamtakana á bug og segir knattspyrnudagatalið hafa hlotið einróma samþykki af fulltrúaráði sambandsins. Í fulltrúaráðinu sitja 37 fulltrúar en þar af eru níu frá UEFA, evrópska knattspyrnusambandinu.

„Sumar deildirnar í Evrópu fara fram með eiginhagsmunasemi, hræsni og tillitsleysi til annara knattspyrnusambanda í heiminum. Þessar deildir vilja helst nýta árið í æfingaleiki og ferðalög út um allan heim. Þvert á móti þarf FIFA að verja hagsmuni heimsfótboltans, þar á meðal velferð leikmanna um allan heim á öllum stigum fótboltans“. hefur BBC eftir talsmanni FIFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert