Fordómar stórt vandamál í enska boltanum

Fordómar og mismunun er stórt vandamál í enskum fótbolta.
Fordómar og mismunun er stórt vandamál í enskum fótbolta. AFP/Kenzo Tribouillard

Aldrei hafa fleiri tilkynningar um fordóma í enskum fótbolta borist en á síðasta tímabili. Kick It Out-samtökin hafa sagt að 32% aukning hafi orðið í tilkynningum frá tímabilinu áður.

Kick It Out-samtökin voru stofnuð á tíunda áratugnum til að berjast gegn fordómum og mismunun í fótbolta en formaður samtakanna, Sanjay Bhandari, segir mismunun vera stórt vandamál í knattspyrnu.

1.332 tilfelli voru tilkynnt samtökunum á liðnu keppnistímabili en það eru tvöfalt fleiri en tímabilið 2021/2022 og 32% fleiri en 2022/2023. Tilfellin áttu sér stað í atvinnumennsku, áhugamennsku og á samfélagsmiðlum og samkvæmt samtökunum eru kynþáttafordómar algengasta formið af mismunun.

43% aukning var á kynþáttafordómum, 35% aukning á orðbragði gagnvart fötluðum og 22% aukning í tilfellum í knattspyrnu barna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert