Guardiola segir óvissu ríkja um framtíð Ederson

Luke Mbete fær ráðleggingar frá Pep Guardiola í leik Manchester …
Luke Mbete fær ráðleggingar frá Pep Guardiola í leik Manchester City og Glasgow Celtic í nótt. AFP/Grant Halverson

Brasilíski markvörðurinn Ederson gæti verið á förum frá Manchester City en hann hefur verið orðaður við lið í Sádí-Arabíu. Þjálfari City, Pep Guardiola, segir stöðuna óljósa.

Stefan Ortega var í byrjunarliði Manchester City í tapi liðsins gegn skosku meisturunum í Glasgow Celtic í æfingaleik sem fram fór í N-Karólínufylki í Bandaríkjunum í nótt. Ederson kom inná í hálfleik en eftir leik sagði Guardiola að hann vissi ekki hvar framtíð Brasilíumannsins lægi.

„Ég vil gjarnan halda honum en það fer eftir öðrum þáttum. Ég veit ekki stöðuna, það hefur ekki verið rætt undanfarna daga“.

Ederson verður 31 árs í ágúst en hann hefur verið einn besti markmaður Evrópu síðan hann gekk til liðs við Manchesterliðið árið 2017 og unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert