Ánægður hjá United

Christian Eriksen líkar lífið í Manchesterborg
Christian Eriksen líkar lífið í Manchesterborg AFP/Oli Scarff

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen segist ánægður með lífið hjá Manchester United en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Eriksen er 32 ára gamall og hefur leikið fyrir United undanfarin tvö ár. Eriksen hefur verið orðaður við sitt gamla félag, Ajax í Hollandi, en hann segir að honum líði vel í Manchester.

„Það er undir félaginu komið hvort ég fái nýjan samning. Ég er hæstánægður hér. Fjölskyldunni minni líður vel í borginni þannig að mér liggur ekki á að fara annað. Auðvitað vilja allir spila eins mikið og hægt er en það er ekki vandamál milli mín og félagsins. Það er undir mér sjálfum og þjálfaranum komið hversu mikið ég spila“. Sagði Daninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert