Hjartnæm endurkoma uppalda leikmannsins

Ryan Sessegnon, til vinstri, er snúinn heim í Fulham.
Ryan Sessegnon, til vinstri, er snúinn heim í Fulham. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Ryan Sessegnon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fulham á ný. 

Sessegnon kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Tottenham en hann rann út úr samningi hjá stórfélaginu fyrir mánuði síðan. 

Sessegnon skrifar undir tveggja ára samning með möguleika á öðru ári hjá Fulham. 

Sessegnon var lykilmaður í liði Fulham frá 2016 til 2019 en hann spilaði 120 leiki og skoraði 25 mörk. 

Hann náði ekki að spila stórt hlutverk í liði Tottenham og er nú kominn aftur heim. 

„Það er frábært að vera kominn heim, ég finn einnig fyrir miklum tilfinningum,“ sagði Sessegnon við undirskriftina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert