Segir arftaka Van Dijk fundinn

Framtíð Virgil van Dijk er óráðin.
Framtíð Virgil van Dijk er óráðin. AFP/Benjamin Cremel

John Barnes, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir Jarrell Quansah vera framtíðarmann í vörn Liverpool og félagið þurfi ekki að kvíða því að missa Virgil van Dijk.

Van Dijk hefur verið einn albesti miðvörður heims síðan hann gekk til liðs við Liverpool frá Southampton í janúar 2018. Hollendingurinn er orðinn 33 ára gamall og samningur hans við Liverpool rennur út næsta sumar og því telur Barnes að horfa þurfi til framtíðar.

„Quansah sýndi mikinn þroska á síðasta tímabili og þó hann sé ekki endilega fyrsti maður á blað á næsta tímabili á hann bjarta framtíð fyrir höndum“. Sagði Barnes við breska fjölmiðla.

„Ég held að Konate sé á undan honum í liðið í augnablikinu, við hlið van Dijk, hann er reynslumikill og góður leikmaður, en Quansah stóð sig afar vel líka“.

Quansah á fjóra landsleiki að baki fyrir England og 33 leiki fyrir aðallið Liverpool.

Jarrel Quansah
Jarrel Quansah AFP/Ben Stansall
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert