Tveir meiddir eftir æfingaleik United

Rasmus Hojlund að fagna markinu í nótt.
Rasmus Hojlund að fagna markinu í nótt. AFP/Patrick T. Fallon

Manchester United og Arsenal mættust í æfingaleik í Los Angeles í Kaliforníu í nótt sem endaði 2:1 fyrir Arsenal eftir venjulegan leiktíma en 4:3 fyrir United eftir vítaspyrnukeppni.

Rasmus Höjlund kom United yfir eftir 10 mínútur en Gabriel Jesus jafnaði metin fyrir Arsenal og staðan var 1:1 í hálfleik og sigurmarkið kom ekki fyrr en undir lok leiks en það skoraði Gabriel Martinelli fyrir Arsenal á 81. mínútu.

Leny Yoro, nýji miðvörður United, spilaði bara 35 mínútur en hann er að glíma við meiðsli og Rasmus Höjlund fór meiddur af velli stuttu eftir að hann skoraði.

„Það er of snemmt að meta þetta við þurfum að bíða í sólarhring,“ sagði Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn í nótt um meiðslin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert