Glæsileiki tekur við af þungarokkinu

Harvey Elliott í æfingaleik Liverpool og Real Betis.
Harvey Elliott í æfingaleik Liverpool og Real Betis. AFP/Justin Berl

Harvey Elliott, leikmaður Liverpool, segir Arne Slot vilja spila glæsilegan hollenskan fótbolta. Miðjumaðurinn segir leikmenn vera spennta fyrir breyttum leikstíl liðsins.

Leikstíl Jürgen Klopp var oft líkt við þungarokk (e. heavy metal, innsk.) en Arne Slot er þekktur fyrir að vilja halda boltanum innan liðsins og brjóta niður mótherja með stuttum sendingum og mikilli hreyfingu leikmanna án boltans.

Elliott var í byrjunarliði Liverpool í sigri liðsins á spænska liðinu Real Betis á dögunum og hann segist spenntur fyrir nýjum áherslum.

„Leikstíllinn er allt öðruvísi. Nú eigum við að halda meira í boltann. Leikmennirnir eru mjög spenntir, við förum eftir fyrirfram ákveðnu mynstri. Þetta er nýtt upphaf fyrir okkur alla og ég held að við verðum fljótir að tileinka okkur breytingarnar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert