Barcelona hafði betur gegn City

Jack Grealish skoraði jöfnunarmark Manchester City í nótt.
Jack Grealish skoraði jöfnunarmark Manchester City í nótt. AFP/Rich Storry

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hafði betur gegn ensku meisturunum Manchester City í æfingaleik liðanna í Orlando á Flórída í nótt eftir vítaspyrnukeppni.

Seinka þurfti leiknum vegna veðurs en þeir 63.237 áhorfendur sem voru á leiknum þurftu að bíða í 80 mínútur.

Fresta þurfti leiknum um 80 mínútur.
Fresta þurfti leiknum um 80 mínútur. AFP/Rich Storry

Pau Victor skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Barcelona á 24. mínútu en Nico O´Reilly jafnaði metin fyrir City á 39. mínútu. Pablo Torre kom Barcelona aftur yfir á annarri mínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik og staðan var 2:1 í hálfleik. Jack Grealish skoraði jöfnunarmark City á 59. mínútu og svo var farið í vítaspyrnukeppni.

Kalvin Phillips og Jacob Wright klúðruðu fyrstu tveimur vítaspyrnum City en Börsungar skoruðu úr fyrstu fjórum og Barcelona sigraði því 4:1 í vítaspyrnukeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert