Nýi leikmaður United á hækjum

Leny Yoro.
Leny Yoro. Ljósmynd/Manchester United

Knattspyrnumaðurinn Leny Yoro, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, meiddist í æfingaleik liðsins gegn Arsenal síðastliðinn sunnudag.

Yoro kom til United frá franska félaginu Lille fyrir um 60 milljónir punda í júlí og þetta var annar leikur hans með United en hann fór út af eftir 35 mínútur og hefur ekki getað æft með liðinu síðan.

Í gær sást Yoro fara inn í rútu Manchester United á hækjum og hann nær líklegast ekki næsta æfingaleik United sem er gegn Real Betis á fimmtudaginn.

Félagið sagði það eðlilegt að leikmenn eru á hækjum á meðan það er verið að meta meiðsli en næsti blaðamannafundur Erik ten Hag, knattspyrnustjóra lisðins, er á föstudaginn fyrir leik United gegn Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert