Daninn William Osula er á leið til Newcastle United frá Sheffield United. Osula er tvítugur að aldri en kaupin á honum þykja óvænt þar sem hann hefur ekki afrekað margt hingað til á ferlinum.
Osula hefur skorað þrjú mörk í 31 leik fyrir aðallið Sheffield United og sex mörk fyrir U21 árs landslið Dana. Newcastle er talið greiða tíu milljónir punda fyrir leikmanninn en gæti hækkað ef leikmaðurinn spilar ákveðinn fjölda leikja.
Osula er alinn upp í Kaupmannahöfn en fór til Sheffield einungis fimmtán ára gamall.