Shakespeare allur

Craig Shakespeare.
Craig Shakespeare. AFP

Fyrrverandi knattspyrnustjóri Leicester City, Craig Shakespeare er látinn, sextugur að aldri, eftir stutta baráttu við krabbamein. Shakespeare var aðstoðarmaður Claudio Ranieri árið sem Refirnir urðu Englandsmeistarar.

Í minningargrein á heimasíðu Leicester er hans minnst fyrir hæfileika sína, dug og ástríðu fyrir fótboltanum. Shakespeare var aðstoðarþjálfari Nigel Pearson og síðar Claudio Ranieri en undir stjórn Pearson fór liðið upp úr 1. deild og vann meistaratitilinn 2016 undir stjórn Ranieri.

Shakespeare tók við starfi Ranieri í febrúar 2017 og sinnti því til nóvember á sama ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert