Þýska knattspyrnustórveldið Bayern München sigraði enska úrvalsdeildarliðið Tottenham, 2:1, í sýningarleik liðanna í Seoul í Suður-Kóreu í dag, frammi fyrir 63 þúsund áhorfendum.
Gabriel Vidovic og Leon Goretzka komu Bayern í 2:0 en Petro Porro minnkaði muninn fyrir enska liðið. Bæði lið skiptu um ellefu leikmenn í síðari hálfleiknum. Harry Kane spilaði ekki með Bayern gegn sínu gamla félagi.
Tottenham mætir Leicester á útivelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar mánudagskvöldið 19. ágúst en Bayern, sem aldrei þessu vant á ekki titil að verja í Þýskalandi, byrjar á útileik gegn Wolfsburg sunnudaginn 25. ágúst.
Markið hjá Porro var laglegt eins og sjá má hér fyrir neðan:
A Pedro Porro special! 🔥 pic.twitter.com/7Biv2q8efu
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 3, 2024