Willum Þór Willumsson var á skotskónum í síðasta leik Birmingham City áður en enska deildakeppnin í knattspyrnu hefst um næstu helgi.
Birmingham keypti Willum af Go Ahead Eagles í Hollandi í sumar en félagið féll úr ensku B-deildinni í vor og ætlar sér beint upp aftur.
Í dag fékk Birmingham B-deildarliðið West Bromwich Albion í heimsókn og vann stórsigur, 4:1, sem lofar góðu fyrir framhaldið en Birmingham tekur á móti Reading í fyrstu umferð C-deildarinnar næsta laugardag.
Willum skoraði eitt markanna og það má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan:
Big Willum with an early goal of the season contender. 💥
— Birmingham City FC (@BCFC) August 3, 2024
🔵 3-1 🟣 [79] | #BCFC pic.twitter.com/mn5xcm3KOh