Að breytast í martröð fyrir United

Will Fish var borinn af velli í gær.
Will Fish var borinn af velli í gær. AFP/Peter Zay

Segja má að undirbúningstímabil enska knattspyrnuliðsins Manchester United sé að breytast í martröð, en liðið hefur verið á ferð og flugi í undirbúningi fyrir komandi tímabil. 

Mikil meiðsli hafa herjað á United-liðið undanfarna daga og vikur og Aaron Wan-Bissaka, Victor Lindelöf og Jonny Evans, sem eru allir varnarmenn, fóru meiddir af velli í tapinu gegn Liverpool, 3:0, í bandaríkjunum í nótt.

Þá var hinn 21 árs gamli Will Fish einnig borinn af velli í leiknum. Harry Maguire og Tyrell Malacia voru ekki með United vegna meiðsla og sömu sögu er að segja um Leny Yoro og Rasmus Höjlund. 

United-liðið er því að glíma við ansi mikið af meiðslum stuttu áður en enska úrvalsdeildin hefur göngu sína á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert